Bandaríkjadalur heldur áfram að lækka gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hann hefur aldrei verið veikari gagnvart evrunni frá því að hún var tekin í notkun og dalurinn hefur ekki staðið verr gagnvart ensku pundi frá 1981.

Ástæða veikingar Bandaríkjadals er sögð vera hugmynd stjórnvalda í Kína að dreifa gjaldeyrisforða ríkisins yfir á fleiri gjaldmiðla.