Bandaríkjadalur hefur styrkst mikið gagnvart evru og sterlingspundi.

Pundið kostar nú 1,92 Bandaríkjadali og hefur ekki verið lægra gagnvart dalnum í 17 mánuði. Evran kostar nú 1,52 dali og hefur ekki verið lægri gagnvart dalnum í 5 mánuði.

Samkvæmt frétt BBC var ákvörðun Seðlabanka Evrópu um að halda stýrivöxtum óbreyttum helsta ástæða lækkunar evrunnar gagnvart Bandaríkjadal.

Niðursveifla í evrópsku efnahagslífi, einkum samdráttur, veldur einnig lækkun gjaldmiðla. Þrátt fyrir vandræði í bandarísku hagkerfi - lækkandi væntingavísitölu, aukningu atvinnuleysi og vandamála á húsnæðismarkaði - sýnir það merki um að hagvaxtar sé að vænta.

Það er talið valda styrkingu Bandaríkjadals gagnvart evru og pundi.

Þetta kemur fram í frétt BBC.