Í kjölfar þess að tölur birtust sem sýndu að atvinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum er að sækja í sig veðrið hefur dalurinn styrkst gagnvart helstu gjaldmiðlum í dag. Byggir það meðal annars á að með tilkomu þessarar talna aukast líkur á stýrivaxtahækkun hjá seðlabanka landsins fyrir árslok.

Fjárfestar bjuggust við lakari útkomu

Bandaríkjadalurinn jafngildir nú 101,90 japönskum jenum, en við seint á fimmtudag fékkst 101,22 jen fyrir dalinn. Ein evra gefur nú 1,107 Bandaríkjadali, í stað 1,1130 í gær.

Vísitala WSJ á gengi dalsins gagnvart körfu annarra gjaldmiðla hefur jafnframt hækkað um 0,5% og er hún nú í 86,99.

Fjárfestar höfðu búist við verri tölum úr skýrslunni og hafði gjaldmiðillinn veikst nokkuð í aðdraganda þess að hún væri birt, en fljótlega í kjölfar birtingar hennar styrktist hann á ný.

Auk þess að júlímánuður sýndi styrkingu atvinnumarkaðarins þá voru tölur fyrir maí og júní einnig endurskoðaðar og hækkaðar.

„Atvinnuleysistölurnar hafa lækkað nær því sem var fyrir hrunið 2008, og hækkandi laun samsvara því verður eins og tónlist í eyru þeirra sem eru að vænta hækkandi stýrivöxtum,“ sagði Dennis de Jong, framkvæmdastjóri hjá UFX.com.