Gengi bandaríkjadals á móti evru og japanska yeninu hefur styrkst síðan Janet Yellen, seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, tilkynnti um 25 punkta stýrivaxtahækkun í gær.

Hækkunin var sú fyrsta í heil sjö ár, en þá höfðu stýrivextir verið við núll prósentu markið - á milli 0%-0,25%. Hækkunin varð til þess að gera fjárfesta bjartsýnni á framtíðargengi bandaríkjadals, en Yellen hefur minnst á að bankinn komi til með að hækka stýrivexti meira í framtíðinni, hægt og bítandi þó.

Frá og með morgni hefur dalurinn styrkst um 0,3% mót evrunni og um það bil prósentustig gagnvart yeninu. Þó veiktist dalurinn mót gjaldmiðlum í upprennandi mörkuðum á borð við Indland, en á móti rúpíunni indversku veiktist dalurinn um 0,2%.