Gengi Bandaríkjadals á gjaldeyrismörkuðum lækkaði enn frekar í gær vegna vaxandi ótta um horfurnar í bandaríska hagkerfinu. Evran fór í 1,4162 dal og hafði þá aldrei verið hærri.

Dalurinn lækkaði vegna vaxandi væntinga um enn frekari lækkanir stýrivaxta í Bandaríkjunum. Þær væntingar hafa styrkst vegna hagvísa um minni eftirspurn eftir neysluvörum auk samdráttar á fasteignamarkaði.