Gengi Bandaríkjadals hefur hækkað mikið frá því í sumar og hefur ekki verið hærra gagnvart íslensku krónunni í næstum tvö ár. Kostar dalurinn nú 130,42 krónur, en þegar gengið var lægst í byrjun sumars stóð það í rúmum 111 krónum.

Raunar hefur gengið sjaldan verið jafnhátt, en í nóvember 2008 eftir fall íslensku bankanna fór það hæst í 135,2 krónur. Síðan þá hefur það aðeins tvisvar farið yfir 130 krónur, á vormánuðum áranna 2010 og 2012.