*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 29. janúar 2014 08:08

Bandaríkjaforseti segir bil milli ríkra og fátækra að aukast

Obama lagði áherslu á stöðu hinna efnaminni þegar hann hélt árlega stefnuræðu í bandaríska þinginu í gær

Ritstjórn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heitir því að gera það sem í hans valdi stendur til þess að jafna bilið á milli ríkra og fátækra. Þetta sagði Obama í árlegri stefnuræðu sem hann hélt í bandaríska þinginu í gær.

„Hagnaður fyrirtækja og hlutabréfaverð hefur sjaldan verið hærra og þeir sem eru á toppnum hafa sjaldan gert það eins gott. En meðallaun eru rétt til að skrimta á,“ sagði Obama. Ójafnaður hefur aukist,“ segir hann.

Hann sagði í ræðu í fulltrúadeild þingsins að hann væri spenntur fyrir því að vinna með öllum fulltrúum á þinginu en skilaboðin voru skýr. „Ef ég hef færi á að grípa til aðgerða til þess að auka tækifæri fleiri fjölskyldna án lagalegra inngripa, þá mun ég grípa til slíkra ráðstafana,“ sagði hann. 

Meira má lesa á vef Wal lStreet Journal. 

Stikkorð: Barack Obama