Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hafa lækkað töluvert nú síðustu mínútur eftir að fulltrúadeild bandaríska þingsins hafnaði björgunaraðgerðum ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem kynntar voru um helgina.

Þannig hefur Nasdaq lækkað um 6%, Dow Jones um 4,3% og S&P 500 um 7,2% þegar þetta er skrifað, kl. 18:05.

S&P 500 vísitalan hefur nú ekki verið lægri í rúm 20 ára, eða frá 1987 að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.