Markaðir hækkuðu í Bandaríkjunum í dag.

Meðal þess sem hafði áhrif til hækkana var sú ákvörðun Barack Obama, verðandi forseta Bandaríkjanna, að tilnefna Timothy Geithner sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Geithner er núverandi stjórnandi Seðlabanka New York.

Nasdaq vísitalan hækkaði sem nemur 4,68%, Dow Jones hækkaði um 6,6% og Standard & Poors hækkaði um 6,35%.

Olíuverð hækkaði í dag sem nemur 1,70% og kostaði olíutunnan 50,26 bandaríkjadali við lokun markaða nú síðdegis.