Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu í dag í kjölfar fregna af rokhækkandi olíuverði. Gengi bréfa í Yahoo tók sína mestu dýfu í næstum í tvö ár, en Microsoft hefur fallið frá 50 milljarða dollara yfirtökutilboði sínu í félagið.

Yahoo lækkaði um 15% í viðskiptum dagsins, og smásölukeðjan Macy's lækkaði slíkra fyrirtækja í mest. 22 af 24 tryggingafélögum innan Standard & Poor's 500-vísitölunni lækkuðu eftir að fjárfestingafélag Berkshire-Hathaway sýndi lakari afkomu en spár höfðu gert ráð fyrir.

S&P lækkaði um 0,5% í dag, Dow Jones um 0,7% Nasdaq um 0,5%.