Í kjölfar verðbólgu undir væntingum og góðrar afkomu húsnæðislánveitandans Freddie Mac hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum í dag. Freddie Mac sýndi minna tap en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir, en félagið er næststærsti veitandi húsnæðislána vestanhafs.

S&P 500 hækkaði um 0,4%, Dow Jones um 0,5% og Nasdaq um 0,1%.

Lægri verðbólga en búist var við eru afar jákvæð tíðindi fyrir hlutabréfamarkaðinn. Sú staðreynd mun gefa seðlabankanum þar í landi frekara svigrúm til frekari aðgerða til að örva efnahaginn, en stýrivextir hafa lækkað hratt þar í landi á síðustu mánuðum.