Lækkanir urðu á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag.

Kostnaður við lántöku hefur aukist og vekur það ugg vegna stöðu fjármálafyrirtækja.

Alcoa tilkynnti um minnkandi afkomu og var það samræmi við væntingar. Cisco Systems Inc. lækkaði mikið og hefur fyrirtækið ekki verið jafnlágt síðan 2006. Intel lækkaði einnig mikið.

Mæðir nú á Tech eftir að UBS tilkynnti að Cisco kynni að mæta erfiðri sölu í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,6%, Dow Jones lækkaði um 2,08% og S & P um 2,28%.

Olíuverð lækkaði þó í dag sem nemur 0,30% og kostar olíutunnan nú 135,63 Bandaríkjadali.