Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna, SEC (Securities and Exchange Commission), hefur kynnt til sögunnar áætlanir sem gætu neytt bandarísk fyrirtæki til að hlíta alþjóðlegum reikningsskilareglum, í stað bandarískra reglna, frá og með árinu 2014.

Sum fyrirtæki gætu þó þurft að skipta um reikningsskilakerfi fyrr.

Samkvæmt áætlunum SEC mega stór alþjóðleg fyrirtæki í Bandaríkjunum að fylgja alþjóðlegum reglum strax árið 2010. Eftir að sjá hvernig reikningsskilin reynast hjá þeim mun SEC árið 2011 kjósa um hvort öll fyrirtæki Bandaríkjanna þurfa að skipta.

Samkvæmt tímaáætlun SEC þyrftu stór fyrirtæki að skipta árið 2014, miðstór árið 2015 og lítil fyrirtæki árið 2016.

Þessar áætlanir Bandaríkjamanna endurspegla aukið vægi alþjóðlegra reikningsskilareglna, sem gilda  nú þegar í meira en 100 löndum og skráðum fyrirtækjum innan Evrópusambandsins er skylt að nota.

Þetta kemur fram í Wall Street Journal.