Framkvæmdaráð Evrópusambandsins fundar á morgun um hvort skylda eigi Bandaríkjamenn til þess að fá vegabréfaáritanir áður en þeir komi í heimsókn til Evrópu.

Stjórnin íhugar þetta vegna þess að Bandaríkin hafa nýlega sett hömlur á það hvernig sumar þjóðir innan Evrópusambandsins komast inn í landið.

Sérstaklega þau Pólland, Króatía, Kýpur, Búlgaría og Rúmenía - en nú þurfa þau að fá áritun meðan aðrar þjóðir eins og Ísland fá undanþágu í gegnum svokallað "waiver program."

Ef framkvæmdastjórnin ákveður að leggja hömlur á vegabréfsleyfi Bandaríkjamanna gætu samskipti milli ESB og BNA stirðnað um eitthvað smáræði. Stjórnin tekur ákvörðun um málið á morgun.