Bandarískir vopnaframleiðendur voru söluhæstir á árinu 2014, en samtals nam sala þeirra á vopnum til erlendra aðila einhverjum 36,2 milljörðum bandaríkjadala. Það nemur 4.680 milljörðum íslenskra króna.

Helstu kaupendur bandarískra vopna voru Katar, Sádí-Arabía og Suður-Kórea. Vopnaframleiðendurnir bandarísku eiga um það vil helming heimsmarkaðshlutdeildar hvað sölu á drápstólum varðar.

Þá er Rússland í öðru sæti, og Svíþjóð í því þriðja, en samtals seldu framleiðendur þessarra landa vopn fyrir 15,8 milljarða bandaríkjadala - litla 2.054 milljarða íslenskra króna.

Meðal stærstu leikmanna á heimsmarkaðnum eru bandarísku fyrirtækin Lockheed Martin, Boeing og Raytheon. Sænska fyrirtækið Saab, sem er flestum þekkt fyrir bifreiðaframleiðslu sína, framleiðir þá um helming útfluttra vopna í Svíþjóð.