Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti seinnipartinn að bandarísk stjórnvöld hafi ákveðið að senda 31 M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu auk fleiri stríðstóla. Skriðdrekarnir eru að öllum líkindum allir þegar í Evrópu.

Skriðdrekarnir eru stærstu og öflugustu skriðdrekar sem völ er á en að sama skapi stórir, þungir og gríðarlega eyðslumiklir. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hafði áhyggjur af því þar sem þeir nota ekki hefðbundið eldsneyti.

Þjóðverjar settu það sem skilyrði að fyrir því að þeir myndu senda Leopard skriðdreka til Úkraínu að Bandaríkjamenn gerðu það sama.

Þjóðverjar ákváðu í gær að senda 14 Leopard 2 skriðdreka til Úkraínumanna en Der Spiegel greindi frá því. Þeir þýsku, sem framleiddir eru í Munchen, er léttari og meðfærilegri en þeir bandarísku en með mjög fullkomnum tæknibúnaði.

Pólverjar hafa einnig sagst ætla að láta Úkraínumenn hafa 14 skriðdreka af Leopard 2 gerð og Norðmenn 8 stykki. Bretar ætla að senda 14 Chal­lenger 2-orr­ustu­skriðdreka og Frakk­ar munu senda AMX-10 RC-létt­skriðdreka.

Spánverjar, Hollendingar, Danir og Finnar hafa gefið í skyn að þeir muni einnig láta Úkraínumenn hafa skriðdreka en hundruðir þýsku skriðdrekanna eru í þjónustu Evrópulandanna og einnig mikill fjöldi í geymslu sem hægt er að taka í notkun á nokkrum mánuðum.