Þrír Bandaríkjamenn munu skipta með sér Nóbelsverðlaununum í hagfræði að þessu sinni. Þetta eru þeir Eugene F. Fama, Robert J. Shiller og Lars Peter Hansen.

Þeir hljóta verðlaunin fyrir rannsóknir á verðmyndun eigna eins og hlutabréfa. Bloomberg fréttaveitan segir að vinna þremenninganna við rannsóknir sínar spanni 50 ár.

Frekari upplýsingar um verðlaunin má lesa á Bloomberg.