Bandaríska ríkið hefur sparað 1400 milljarða í skattgreiðslum árið 2010 sökum fækkunar á unglingsþungunum þar í landi á undanförnum áratugum. Fjöldi þungana hjá unglingsstúlkum náði hæstu hæðum í Bandaríkjunum árið 1957 en þá eignuðust 96,3 af 1000 unglingststúlkum barn. Nú er tíðnin sú lægsta sem mælst hefur, en 26,6 af hverjum 1000 unglingsstúlkum eignast barn.

Mesta fækkunin milli áranna 1991 og 2012 varð hjá svörtum stelpum en þær eru líklegri til að eignast barn þegar þær eru unglingar en aðrir kynþættir í Bandaríkjunum. Samkvæmt útreikningum hefur fækkunin í unglingaþungunum sparað skattgreiðendum 12 milljarða Bandaríkjadala, eða 1400 milljarða á ári sem hefðu farið í matarmiða, heilbrigðisþjónustu og annars konar velferð fyrir ungu mæðurnar og börnin.

Talið er að rekja megi fækkunina til betri notkunar á getnaðarvörnum og til þess að færri ungar stúlkur eru að stunda kynlíf, mögulega vegna hræðslu við kynsjúkdóma og alnæmi.