Væntingavísitala Bandarískra neytenda lækkaði í júní og hefur ekki verið lægri í 16 ár. Verðbólgan er það sem dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna, samkvæmt frétt Reuters.

Bandaríska væntingavísitalan mælist nú 50,4 stig en var 58,1 í maí. Vísitalan nú er lægri en búist hafði verið við, en sérfræðingar bjuggust að meðaltali við gildinu 56,4 í þessum mánuði.

Vísitalan hefur nú minnkað um meira en helming síðan í júlí 2007, þegar hún var 111,9.