Flestar gistinætur erlendra ferðamanna hér á landi í júní voru keyptar af Bandaríkjamönnum, eða 113.300, en Þjóðverjar komu næstir með 61.600 gistinætur, og svo Bretar með 33.600. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í dag hefur dregið úr aukningu gistinátta á gististöðum hérlendis síðan fyrir ári.

Erlendir gestir voru með 94% af heidlarfjölda gistinátta í mánuðinum, sem er fjölgun um 8%, en Íslendingar sjálfir voru svo með 23.800 gistinætur, sem er fækkun um 15% að því er segir á vef Hagstofunnar .