Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem snerist um hvort setningin "In God We Trust" (Við treystum á Guð) mætti vera á bandarískum seðlum og myntum.

Dómarinn, Harold Baer Jr., sagði að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að einkunnarorðin ættu sér veraldlegar rætur og að notkun þeirra væri ekki brot gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um aðskilnað ríkis og kirkju.

Í frétt AP um málið segir að einn stefnenda í málinu ætli að áfrýja ákvörðun dómarans.