Bandaríkjamenn hvetja fjármálastofnanir heimsins til að eiga ekki viðskipti við Bank Markazi, Seðlabankann í Íran. Þetta er viðamesta aðgerð Bandaríkjamanna hingað til sem ætlað er að einangra Tehran fjármálalega. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út lista yfir 58 banka í Íran sem þeir vara við að eiga viðskipti við.

Aðgerðir Bandaríkjamanna koma í kjölfarið á nýlegri tilkynningu Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna um að fara ætti varlega í að eiga viðskipti við íranska banka. Talið er að einhverjir bankar í Íran stundi peningaþvætti og fjármagni hryðjuverkamenn að sögn Financial Times.

Bandaríkjamenn hafa verið að melta það síðan í fyrra hvort þeir ættu að grípa til formlegra aðgerða gegn Markazi bankanum, en þeir eru taldir fjármagna Hizbollah samtökin.