Ríkisstjórn George W. Bush hefur horfið frá hugmyndum sínum um að kaupa upp óæskilegar eignir, eða svokallaðar eitraðar skuldir, sem hluta af björgunaráætlunum sínum á fjármálamörkuðum.

Megináhersla verður í staðin lögð á fjárfestingar í fjármálastofnunum og á neytendalánsmarkaði.

Björgunarpakkinn sem kynntur var í október hljóðar upp á um 700 milljarða bandaríkjadala. Uppaflegu hugmyndirnar um yfirtöku skulda hafa ekki náð sér á flug. Því mun aðaláherslan ekki liggja þar.

Frá þessu er greint á vef Reuters fréttaveitunnar.

Reuters hefur það eftir Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, að ráðuneytið vinni nú að áætlun ásamt Seðlabanka Bandaríkjanna sem miði að því að efla að nýju fjármagnsflæði heimilanna.

Stjórnmálaskýrendur sem Reuters hefur eftir segja breytingarnar veikja stöðu fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna þar sem áreiðanleiki þess minnkar.

Paulson, fjármálaráðherra, segist hins vegar að aldrei muni hann biðjast forláts vegna breyttar stefnu þar sem forsendur hafi breyst frá því að þingið samþykkti björgunarpakkann í október.

Breyttar áherslur stjórvalda í þessum efnum eru taldar þættir í miklum lækkunum á mörkuðum vestanhafs í gær.