*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 2. febrúar 2011 07:38

Bandarísk yfirvöld sögð hygla Boeing

WTO segir Boeing þiggja ólöglega og óeðlilega opinbera styrki

Ritstjórn
Gísli Freyr Valdórsson

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) staðfesti í gær bandaríski flugvélaframleiðandinn hefði þegið bæði mikla og ólöglega ríkisstyrki í áratugi sem skekkt hefði samkeppnisstöðu félagsins á alþjóðamarkaði.

Skýrsla WTO hefur ekki verið birt en erlendir fjölmiðlar hafa í dag og í gær nokkuð fjallað um málið og fengið aðgang að hluta skýrslunnar.

Miðað við þá úrdrætti sem fjallað hefur verið um má ætla að niðurstöður skýrslunnar séu nokkuð sláandi. Þannig er gefið í skyn að Beoing hefði ekki geta hafið vinnu við þróun á 787 Dreamliner vélinni án ríkisstyrkja.

Áætlað er að Boeing hafi þegið í það minnsta 5 milljarða Bandaríkjadala í ólöglega styrki auk þess að hafa fengið vilyrði fyrir 2 milljörðum dala til viðbótar.

Þannig eru bandarísk yfirvöld sökuðu um að hygla Boeing, þá helst á kostnað evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, með því að láta stofnanir á borð við NASA og bandaríska herinn versla frekar við Beoing en aðra framleiðendur. Útboð á hergögnum eru oftast nær lokuð og niðurstöður þeirra ekki birtar opinberlega.

Stikkorð: Boeing Flug WTO
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is