Bandarísku flugfélögin Delta, United og US Airways hafa frestað öllum flugum til Ben Gurion flugvallarins í Tel Aviv. Þetta er þáttur í að tryggja öryggi farþega og starfsmanna flugfélaganna.

Þessi ákvörðunin var tekin í ljósi mikillar gagnrýna sem flugfélög sem fljúga yfir átakasvæði hafa þurft að sæta vegna flugslyss Malaysia Airlines. Eins og kunnugt er var flugvél Malaysia Airlines skotin niður er flogið var yfir átakasvæði í austur Úkraínu og hefur slysið haft gríðarleg neikvæð áhrif á framtíð flugfélagsins.

Um þessar mundir eru mikil átöl á Gaza svæðinu og því ekki unnt að fljúga þar. Ekki hefur verið tilkynnt um hvenær flug munu hefjast á ný til Tel Aviv.