Bandarísk forsetaflugvél af gerðinni Boeing C-32, sem meðal annars er notuð af varaforseta Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag ásamt flota annarra flugvéla Bandaríkjahers.

Ekki liggur fyrir á hvaða leið flugvélin er en margar herþotur voru í fylgd hennar við komuna til Keflavíkur. Flugvélin notar kallmerkið „Air Force Two“ þegar varaforsetinn er um borð.

Hún hefur er einnig notuð fyrir forseta Bandaríkjanna og notar í slíkum tilvikum kallmerkið „Air Force One“.

Það gerðist síðast þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lenti í Watertown í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum 8. maí síðastliðinn.