Bandarískar hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær fimmta daginn í röð, þrátt fyrir fregnir um fleiri fórnarlömb fjármálafyrirtækja tengdum áhættusömum fasteignalánum (e. subprime) vestanahafs síðustu daga.

Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ástæðan fyrir hækkunum síðustu daga sé meðal annars sú að fjárfestar búist við því að Seðlabanki Bandaríkjanna grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir lausafjárþurrð banka, en slíkt er talið geta leitt til þess að yfirtökum muni fjölga á ný. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu um ríflega eitt prósent í gær.