Bandarísk hlutabréf lækkuðu í verði í gær en ríkisskuldabréf hækkuðu í verði. Að mati morgunpóstar IFS voru áhyggjur af hagvexti í heiminum endurvaktar eftir að útflutningstölur frá Japan ollu vonbrigðum. Í slíku árferði flýja fjárfestar í öruggt skjól ríkisskuldabréfa.

Evrópski seðlabankinn hefur vaxtaákvörðunarfund í dag sem beðið hefur verið eftir en hugsanlegt er að hann ákveði að auka við eignakaupaáætlun bankans. Að mati Bloomberg fréttastofunnar mun Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans eiga erfiða ákvörðun fyrir höndum þar sem ríki innan Evrópusambandsins hafa undanfarið sýnt mjög mismunandi hagvaxtatölur. Sérfræðingar gera þó ráð fyrir að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum