Eftir mestu dagshækkun undanfarinna 5 ára í gær lækkuðu bandarísk hlutabréf í dag eftir að áhyggjur um að aðgerðir bandaríska Seðlabankans, en hann tilkynnti í gær að hann hyggðist ganga í ábyrgð fyrir fasteignatryggð skuldabréf fyrir 200 milljarða dala, muni ekki koma í veg fyrir kreppu.

Olíuverð hækkaði í dag yfir 110 dollara á tunnuna í fyrsta sinn í New York og hefur aldrei verið hærra. Þetta olli lækkun á mörkuðum í dag, en við lokun markaða kostaði tunnan 109,92 dollara.

Standard & Poor´s lækkaði um 0,9%. Dow Jones lækkaði um 0,4% og Nasdaq um 0,53%.