Von er á sendinefnd frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hingað til lands.

Að sögn Bloomberg fréttastofunnar mun sendinefndin eiga fundi með íslenskum stjórnvöldum vegna efnahagsástandsins hér á landi.

Þá hefur Bloomberg eftir Michele Davis, aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna að sendinefndin muni fara yfir aðstæður í efnahagslífinu, bankakerfinu auk annarrar þróunar hér á landi.