Heildarlaun æðstu stjórnenda bandarísku fyrirtækjanna sem þurftu ríkisaðstoð verða óbreytt út árið samkvæmt tilmælum frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í Wall Street Journal.

American International Group, General Motors og Ally Financial, var bjargað frá gjaldþroti af bandarískum stjórnvöldum og hafa ekki endurgreitt lán sín til stjórnvalda að fullu. Því hefur bandaríska fjármálaráðuneytið ákveðið að frysta áfram laun æðstu stjórnenda þeirra.

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna öðlaðist yfirráð yfir launum stjórnenda AIG, General Motors og Ally Financial árið 2009 í kjölfar mikillar andstöðu við bónusgreiðslur stjórnenda þessara fyrirtækja en þær voru framkvæmdar eftir að stjórnvöldu þurftu að bjarga fyrirtækjunum frá gjaldþroti.