Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út sefnu á hendur Volkswagen vegna útblástursmálsins sem komst í hámæli í september sl.

Talið er að um það bil 11 milljónir bifreiða um allan heim geti innihaldið hugbúnaðinn sem hannaður var til að sniðganga útblástursviðmið og umhverfisreglur. Sala á Volkswagen lækkaði í kjölfarið, félagið sagði upp forstjóra fyrirtækisins og eyrnamerkti háar fjárhæðir til að greiða sektir vegna málsins.

Í stefnunni er talað um 600.000 bifreiðar sem hafi díselvélar sem uppfylli ekki skilyrðu um nýtni og útblástur og skaði þar með umhverfið. Einnig er sagt að þetta sé fyrsta skrefið í því að koma réttlæti yfir aðgerðir Volkswagen.