Nær óumflýjanlegt þykir að gæðavín hækki í verði í Bandaríkjunum á næstunni vegna þess að eftirspurn hefur farið vaxandi en framboð ekki haldið í við það. Í frétt CNBC segir að búist sé við 7-11% aukningu eftirspurnar, en að framboð muni jafnvel dragast saman vegna þess að útlit sé fyrir minni uppskeru í ár en áður.

Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn getað keypt ágætis vín á lágu verði vegna þess að vínframleiðendur voru að losna við stóra árganga í kjölfar kreppunnar. Nú þurfi þeir hins vegar að ákveða hvort þeir vilji greiða hærra verð fyrir góð vín eða hvort þeir vilji drekka verri vín.