Búast má við því að bandarískir saksóknarar muni á næstu dögum eða vikum stefna svissneska bankanum UBS til að komast yfir nöfn þeirra „ríku“ Bandaríkjamanna sem kunna að hafa þegið ráðgjöf hjá bankanum til að komast undan skattgreiðslum.

Reuters fréttastofan greinir frá þessu.

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að bandarísk yfirvöld hefðu handtekið „einn hæst setta einkabankastjóra“ UBS en bandarísk yfirvöld rannsaka hvort UBS hafi með einkabankaþjónustu sinni veitt bandarískum þegnum ráðgjöf sem leitt hafi til skattsvika á árunum 2000 – 2007.

Tveimur fyrrverandi starfsmönnum bankans hefur nú verið stefnt í Flórída til að afhenda nöfn þeirra Bandaríkjamanna sem þeir veittu einkabankaþjónustu á fyrrgreindum árum.