The Securities and Exchange Commission eða bandaríska fjármálaeftirlitið hyggjast breyta því hvernig sáttum er náð í málum er varða verðbréfasvik. Fyrirtæki koma ekki til með að geta hvorki neitað né játað sekt gagnvart ásköunum S.E.C. þegar þau á sama tíma eru saknæm um glæpsamleg athæfi.

Breytingarnar hafa verið til skoðunar í nokkurn tíma og verða tilkynntar opinberlega fljótlega samkvæmt New York Times. S.E.C. kemur til með að leyfa fyrirtækjum áfram að hvorki játa né neita í sáttamálum sem varða lögbrot í einkamálum en þau eru meirihluti mála. Fyrirtæki hafa hingað til komist upp með sátt við S.E:C: á sama tíma og þau viðurkenna lögbrot gagnvart öðrum yfirvöldum.

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur varið starfshætti sína hingað til með því að segja að sátt við fyrirtæki komi til með að spara frekari útgjöld og áhættuna af því að fara með mál fyrir dómstóla.