Á fyrsta fjórðungi ársins dróst bandaríska hagkerfið saman um 2,9%. Á BBC segir að þetta sé verstu tölur um landsframleiðslu sem hafi sést í fimm ár. Þetta sýna niðurstöður viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna.

Fyrirfram hafði verið búist við því að samdrátturinn væri um 1% og hagfræðingar höfðu búist við skárri niðurstöðu.  BBC segir að þrátt fyrir þessa niðurstöðu sé útlitið fyrir annan fjórðung mun betra.