Bandaríska hagkerfið tók aftur við sér á öðrum ársfjórðungi ársins eftir að hafa dregist saman á fyrsta ársfjórðungi. Hagkerfið dróst saman um 2,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi en óx svo um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi. Þessu greinir The Guardian frá.

Talið er að helsta ástæða vaxtarins hafi verið aukning í einkaneyslu og útflutningi. Spáð var 3% vexti og því var 4% vöxtur framar vonum. Góður árangur á öðrum ársfjórðungi ýtti undir trú sérfræðinga að samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi hafa verið einsdæmi, líklega vegna slæms veðurfars í vetur.

Þó að beri að fagna þessum fréttum er vert að benda á að enn er langt í land í að bandaríska hagkerfið nái sér aftur á strik en það hefur ekki vaxið á jafn hægum hraða síðan eftir síðari heimsstyrjöld.