Í gær samþykkti bandaríska þingið beiðni George W. Bush, bandaríkjaforseta um neyðar aukafjárveitingu vegna stríðsreksturs Bandaríkjanna í Írak og Afganistan og einnig vegna fórnarlamba fellibylsins Katrínar, segir í frétt Dow Jones.

Frumvarpið sem hljóðar upp á 94,5 milljarða dala fjárveitingu (7.100 milljarða króna) fékk 98 atkvæði á þinginu, en aðeins einn greiddi atkvæði á móti því. Bush hefur sagt að hann muni skrifa undir frumvarpið og gera það þar með að lögum.

Varnarmálaráðuneytið í Pentagon mun fá stóran hluta fjármagnsins, eða 66 milljarða, til fjármögnunar stríðsrekstrar erlendis. Með aukafjárlögunum er heildarkostnaður Bandaríkjanna við Íraksstríðið kominn upp í 320 milljarða bandaríkjadala og 89 milljarða í Afganistan.

Þingið hefur áður lýst yfir áhyggjum vegna mikils kostnaðar Íraksstríðsins, að illa sé haldið um bókhald stríðsrekstursins og einnig að fjármagninu sé haldið aðskildu frá öðrum útgjaldaliðum ríkisins. Frumvarpið er nokkuð umdeilt þar sem fjármögnun stríðins hefur að miklu leyti verið utan fjárlaga, segir í fréttinni.

Luisiana fylki mun fá 3,7 milljarða bandaríkjadala til flóðavarna, en fylkisstjóri Luisiana telur að fylkið muni einnig fá 4,2 milljarða til að halda áfram uppbyggingu eftir gríðarlegar skemmdir sem urðu í fylkinu eftir að fellibylnum Katrínu reið þar yfir, en 5,2 milljörðum verður úthlutað til uppbyggingar á fellibylssvæðinu.

Þá verða 2,3 milljörðum úthlutað til aðgerða vegna fuglaflensufaraldsins.

Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir áætlunum Bush að senda þúsund landamæraverði og sex þúsund þjóðvarðarliða meðfram landamærum Mexíkó, sem og gæslusvarðstöð sem rúma á fjögur þúsund ólöglega innflytjendur.

Nokkur atriði voru felld úr frumvarpinu eftir að Bush hafði hótað því að skrifa ekki undir það væru þau inni, þar á meðal: 14 milljarða dala fjárveiting til landbúnaðar og fiskmatvælamarkaða og tillögur Demókrata um aukna hafnargæslu og aukinn heilsugæsluréttindi fyrrum hermanna.