Bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan hefur í dag fest kaup á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Eftir að Actavis dró sig nýverið úr viðræðum um kaup á Merck voru Mylan og ísraelska fyrirtækið Teva ein eftir um hituna. Kaupverðið er hærra en búist var við eða 427 milljarðar íslenskra króna.

Samkvæmt upplýsingum Dow Jones fréttaveitunnar mun Mylan Laboratories gefa út hlutafé fyrir 1,5 til tvo milljarða bandaríkjadala til að fjármagna kaupin.
?Í kjölfar kaupanna verður kemst Mylan í röð helstu samheitafyrirtækja heims og var sameinuð velta fyrirtækjanna 4,2 milljarðar á síðasta ári,? segir í tilkynningu frá Merck. Alls munu tíu þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu.

Talmaður Merck segir að ágóði sölunnar af samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notaður til að greiða niður skuldir sem að hækkuðu snarlega í byrjun þessar árs þegar Merck yfirtók Serono fyrir 10,6 milljarð evra eða sem svarar 900 milljörðum króna. ?Þá mega hluthafar Merck búast við að fá greiddan arð í kjölfar sölunnar,? segir talsmaður Merck.