Bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur gert kauptilboð að virði 2,1 milljarður Bandaríkjadala, sem samsvarar 152 milljörðum króna, í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, segir í frétt Financial Times.

Actavis hefur gert kauptilboð í fyrirtækið að virði 1,85 milljarðar Bandaríkjadala og segja sérfræðingar að Barr sé líklegra til að kaupa Pliva ef Actavis hækkar ekki tilboðið.

Ef kaupin ganga eftir mun Barr verða fyrsta bandaríska samheitalyfjafyrirtækið til að stækka með yfirtökum á samheitalyfjamarkaði í Evrópu.