Skuldir bandaríska ríkisins hafa vaxið svo gríðarlega undanfarið að skuldaklukkan víðfræga í New York-borg getur ekki lengur sýnt alla upphæðina.

Skuldirnar fóru yfir 10 billjónir Bandaríkjadala á dögunum en klukkan er ekki hönnuð með það í huga að sýna svo háa tölu.

Skuldaklukkan var gangsett árið 1989 til þess að vekja Bandaríkjamenn til umhugsunar um að skuldir þeirra væru komnar í 2,7 billjónir dala.