Leyniþjónustunefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings krefst skoðunar á njósnum Bandaríkjanna. Diane Feinstein, formaður nefndarinnar, segir að njósnir gagnvart leiðtogum vinveittra þjóða séu mistök.

Feinstein segir að forsetaembættið hafi sagt henni að slíkum njósnum yrði hætt. BBC fréttastofan hefur aftur á móti eftir háttsettum embættismönnum að engin stefnubreyting hefði orðið ennþá.

Yfirmenn leyniþjónustunnar munu bera vitni fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings síðar í dag.