Bandaríska Verðbréfaeftirlitið (SEC) hefur hafið skoðun á meintum tölvugalla matsfyrirtækisins Moody´s.

Financial Times sögðu frá því í síðustu viku að Moody´s hefðu gefið skuldabréfavafningum hæstu einkunn í stað fjórðu hæstu vegna galla í tölvukerfi fyrirtækisins.

Ríkissaksóknari Connecticut hefur þegar látið hafa eftir sér í viðtali við New York Times að hann hafi áhyggjur af því að hegðun Moody´s hafi brotið í bága við lög.

„Þetta heyrir undir okkar lögsögu“ sagði Cristopher Cox, forstjóri SEC. „11. júní munum við formlega leggja til nýjar reglur um matsfyrirtæki.“

Moody´s hafa ráðið utan að komandi aðila til að rannsaka hvernig tölvuvillan kom upp.