Væntingavísitala Bandaríkjamanna hækkaði á ný eftir að hafa náð lægsta gildi í áratugi fyrr í júní. Íbúar Bandaríkjanna fengu nýverið skattaendurgreiðslur frá stjórnvöldum en á móti kemur að hátt eldsneytisverð og lækkun húsnæðisverð eykur á svartsýni neytenda.

Væntingavísitalan hækkaði í 61,2 stig í júlí, en hún var 56,4 stig í júní. Greiningaraðilar höfðu ekki reiknað með að vísitalan breyttist milli mánaða, samkvæmt frétt Reuters.