Bandarískar verslunarkeðjur reyna nú hvað þær geta til að auka sölu.

Þannig hefur stórverslunarkeðjan Wal-Mart lækkað verð á leikföngum og barnavörum í þeirri von að viðskiptavinir taki forskot á sæluna í jólainnkaupunum en að sögn Reuters fréttastofunnar sjá smásalar fram á verstu jólaverslun í 17 ár.

Þá hefur Wal-Mart einnig komið upp sérstökum „jólabásum“ í verslunum sínum með skreytingum, gervitrjám og öðrum jólavörum.

Venjan er sú að jólaverslunin byrji eftir þakkargjörðarhátíðina í lok október.

„Miðað við núverandi aðstæður þarf fólk að dreifa jólainnkaupunum yfir lengri tíma,“ segir Linda Blakley, talsmaður Wal-Mart í samtali við Reuters.

„Við erum einfaldlega að gefa fólki færi á að gera það en lenda ekki í því að þenja heimilisbókhaldið um of í einum mánuði.“

En Wal-Mart er ekki eina verslunin sem hefur lækkað verðið. Þannig hefur Macy‘s einnig sett upp deildir í verslunum sínum sem einblína á jólavörur auk þess að lækka verð á fötum og öðrum gjafavörum. Það sama má segja um Target, J.C. Penny og K-Mart.