J.P. Morgan Chase, sem tilkynnti um afkomu sína í dag, er fyrstur bandaríska stórbanka að kynna uppgjör ársins 2010.

Hagnaður bankans jókst um 47% á 4. ársfjórðungri síðasta árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Hagnaður tímabilsins nam 4,8 milljörðum dala, 557 milljarðar króna.

Hagnaður alls ársins nam 17,4 milljarðar dala eða rúmum 2.000 milljörðum króna.  Hagnaðurinn jókst um 48% milli ára. Eiginfjárhluttfall bankans (Tier 1) var 9,8% í árslok 2010.

Bankinn er annar stærsti banki Bandaríkjanna ef litið er til stærðar efnahagsreiknings en Bank of America er stærstur. JP Morgan er hins vegar talinn vera stærsti fjárfestingabanki heims.