Bandaríski ríkispósturinn U.S. Postal Service tapaði 2,2 milljörðum dala á 2. ársfjórðungi sem er frá desember til febrúar.  Tap póstsins nam 8,5 milljörðum dala árið 2010.

Patrick Donahoe forstjóri sagði í tilkynningu að stofnunin reyndi nú að fá í gegn breytingar á lögum til að geta gert umbætur á rekstrinum.  Til dæmis hætta að dreifa póst á laugardögum.

Jafnframt hefur stofnunin varað við því að hún muni líklega ekki geta staðið við skuldbindingar sínar í september.

Bandaríska þingið setur stofnunum sínum mörk á því hversu mikið þau mega taka að láni og pósturinn nær þeim mörkum þann 30. september en þá líkur fjárhagsárinu.