Bandaríski seðlabankinn, Federal Reserve, hyggst ekki hækka vexti fyrr en árið 2014. Fréttirnar urðu til þess að lækka gengi Bandaríkjadals á mörkuðum. Í rökstuðningi með þessari ákvörðun segir seðlabankinn að það séu töluverðar líkur á samdrætti i hagkerfinu og að verðbólgan væri í samræmi við stefnu bankans.

Vextir bandaríska seðlabankans eru á bilinu 0 til 0,25%. Bankinn benti á miklar líkur á samdrætti en að bankinn væri ekki með mikið eftirlit með verðbólgunni þar sem hún er í góðu horfi.

Fréttirnar komu markaðinum á óvart samkvæmt Wall Street Journal þar sem gert var ráð við hærra vaxtastigi á miðju ári 2014 en ekki í lok árs eins og tilkynnt var í gær.