Bandaríski seðlabankinn hefur lýst því yfir að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25%, sem þýðir að þeir eru á bilinu 0,25%-0,5%. Hækkunin er sú fyrsta í heil sjö ár, en hingað til hafa stýrivextir verið á botninum eða frá 0%-0,25%.

Fjárfestar og stjórnendur fyrirtækja hafa beðið ákvarðanar Janet Yellen seðlabankastjóra Bandaríkjanna í miklu ofvæni síðustu daga og vikur, og gengi bandaríkjadals hefur styrkst vegna stýrivaxtahækkunarinnar.