Bandaríski seðlabankinn hækkaði rétt í þessu stýrivexti. Nemur hækkunin 0,25% og eru stýrivextirnir 4,75% eftir hækkunina.

Ákvörðunin, sem birt var kl. 19 á íslenskum tíma, er í kjölfar sjö hærri hæakkana í röð, þeirra á meðal 0,75% hækkunar í nóvember og 0,5% hækkunar í desember.

Stýrivextir hafa ekki verið svo háir í Bandaríkjunum síðan 2007 en seðlabankinn hefur ekki hækkað stýrivexti svo hratt síðan snemma á níunda áratugnum.

Hér er yfirlýsing bankans í heild sinni.